Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 236 svör fundust

Hvenær kemur aftur ísöld?

Það er ómögulegt að segja til um hvenær kemur aftur ísöld því vísindamenn skilja ekki fullkomlega hvað veldur ísöldum og því erfitt að spá fyrir um þetta ástand. Hvítu svæðin sýna hámarksútbreiðslu jökla á síðustu ísöld. Brúnu svæðin voru þurrlendi á þeim tíma þar sem mikið vatn var bundið í jöklum og sjávarst...

Nánar

Hvað eyðileggst þegar rafeindabúnaður verður fyrir rafsegulhöggi?

Það er fyrst og fremst einangrunin sem eyðileggst í rafbúnaði sem verður fyrir spennuhöggi. Einangrun er nauðsynleg til þess að halda spennuhafa hlutum, það er þeim hlutum tækisins sem spenna er á, frá til dæmis umgjörð tækja og búnaði. Þegar einangrunin skemmist myndast leið í gegnum einangrunina fyrir strauminn ...

Nánar

Hvernig verða óshólmar til?

Óshólmar eru hluti af óseyrum, en þær myndast í náttúrunni þegar straumvatn fellur til hafs eða stöðuvatns. Óseyrar eru oft kvíslóttar og vogskornar, þannig að fram kemur fjöldi óshólma eða landeyja. Í hverri óseyri takast á uppbyggjandi starf árinnar sem flytur set að óseyrinni og niðurrif öldugangs og sjávarfal...

Nánar

Hvað hefur vísindamaðurinn Magnús Már Halldórsson rannsakað?

Magnús Már Halldórsson er prófessor í tölvunarfræði við Háskólann í Reykjavík. Rannsóknir hans snúa að reikniritum (e. algorithms) frá fræðilegum sjónarhóli. Síðari ár hafa rannsóknir Magnúsar beinst sérstaklega að verkröðun í þráðlausum netum. Þráðlausar sendingar trufla óhjákvæmilega önnur samskipti á sömu rá...

Nánar

Er ENNÞÁ rangt að nota orðið „talva“ í staðinn fyrir „tölva“?

Við höfum fjallað um þessar orðmyndir í svari Guðrúnar Kvaran við spurningunni Er jafnrétt að nota orðið tölva og talva? Niðurstaðan í því svari er skýr og afdráttarlaus um það að nýyrðið sem um ræðir er „tölva“ og ekki „talva“. Það virðist vaka fyrir spyrjanda að atriði eins og þetta geti breyst með tímanum. ...

Nánar

Hvað er skynlaus skepna?

Skynlaus skepna' þýðir nokkurn veginn 'dýr án mannlegs vits eða skynsemi' og er notað yfir kvikindi jarðar, önnur en manninn. Orðið 'skyn' og önnur skyld hafa verið notuð í margvíslegri merkingu í aldanna rás en þau tengjast þó alltaf einhvers konar hugarstarfsemi. Í dag er algengasta notkun tengd skynju...

Nánar

Hvernig varð íslenskan til?

Þegar Ísland tók að byggjast á 9. öld komu flestir landnámsmanna frá Noregi og tóku sumir á leiðinni þræla á Írlandi. Fyrstu aldirnar var sama tunga töluð á Íslandi og í Noregi þannig að lítill munur var á og orðaforðinn var að mestu norrænn fyrir utan fáein keltnesk tökuorð. Þetta hélst að mestu fram á 13. öl...

Nánar

Af hverju eru sebrahestar og tígrisdýr röndótt?

Það er ekki tilviljun ein sem ræður útliti dýra heldur hefur útlit þeirra og atferli mótast í aldanna rás eða í svokallaðri þróun. Fyrir dýr hefur það marga kosti í för með sér að geta leynst og vera eins á litinn og umhverfi sitt þegar að þau eru að veiða sér til matar eða reyna að komast hjá því að vera étin. ...

Nánar

Hvað hefur vísindamaðurinn Ívar Örn Benediktsson rannsakað?

Ívar Örn Benediktsson er sérfræðingur við Jarðvísindastofnun Háskólans og aðjúnkt við jarðvísindadeild. Rannsóknir hans eru á sviði ísaldar- og jöklajarðfræði og snúa einkum að landmótun jökla og vexti þeirra og hnignun í tíma og rúmi vegna loftslagsbreytinga. Megináhersla Ívars hefur verið á nútímajökulumhve...

Nánar

Til hvers er meyjarhaft?

Masters, Johnson og Kolodny (1982) halda því fram að meyjarhaftið (hymen) gegni engu sérstöku hlutverki. Hins vegar hafi það í tímans rás verið konum mikilvægt að geta fært sönnur á meydóm sinn með óspjölluðu meyjarhafti. Segja má að hlutverk meyjarhaftsins í því samhengi sé að veita fyrirstöðu við fyrstu samfarir...

Nánar

Ísbirnir eru af bjarnarætt en hver er ættkvísl þeirra?

Rétt er það hjá spyrjandanum að ísbirnir (Ursus maritimus) eru af ætt bjarndýra (Ursidae) sem er ein af ellefu ættum innan ættbálks rándýra (Carnivora). Ættkvíslin er, eins og sést á fræðiheitinu hér að ofan, Ursus. Fimm aðrar tegundir bjarndýra tilheyra þessari sömu ættkvísl. Þær eru skógarbjörninn (Ursus arctos)...

Nánar

Hvernig framleiða slöngur eitur og hvaðan kemur það?

Í eiturkirtli slangna eru frumur af þremur gerðum sem sjá um að framleiða eitur. Þetta eru svokallaðar basal-frumur, hvatberaríkar frumur sem samanstanda af keilulaga hvatberum og loks seytfrumur sem sjá um að seyta eitrinu úr kirtlinum. Rannsóknir benda til þess að eiturkirtlarnir stjórni eiturframleiðslunni ó...

Nánar

Er flóðhestamjólk bleik og ef svo er, af hverju?

Svarið við þessari spurningu er einfalt: Já, mjólk flóðhesta er bleik á litinn! Þessi kálfur hefur gætt sér á bleikri mjólk! Flóðhestar seyta tveimur merkilegum efnasamböndum úr húðinni. Þau eru það einstök í dýraríkinu að þau bera heiti flóðhesta. Þetta eru efnin hipposudoric-sýra og norhipposudoric-sýra. Efn...

Nánar

Hvers vegna bíta fiskar ekki jafnt á alla spúna?

Ekki er til einhlítt svar við þessari spurningu. Að hluta til liggur svarið í því að spúnar sem hafa reynst vel í tímans rás, hafa skapað sér nafn og áunnið virðingu veiðimanna og eru því oftar hnýttir á færið. Það leiðir aftur til þess að fiskar, sem á annað borð taka spún, taka þá spúna sem veiðimennirnir setja ...

Nánar

Fleiri niðurstöður